Björn Þorfinnsson var í dag kjörinn nýr forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins. Hann var í framboði gegn Óttari Felix Haukssyni, en Björn hlaut 40 atkvæði gegn 22 atkvæðum Óttars.

Björn hefur undanfarin ár setið í stjórn Skáksambandsins og hefur komið að skipulagningu alþjóðlegra skákviðburða hérlendis. Hann þykir einnig góður í skák, en nýlega varð hann atskákmeistari Íslands.