Björt framtíð er stærsti flokkurinn i Reykjavík, með 29,3% fylgi, samkvæmt nýrri mælingu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið . Sjálfstæðisflokkurinn er næststærsti flokkurinn en fylgi hans mælist 21,8%. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 21,8%, fylgi Pírata 10,8%, fylgi VG 8,2% og fylgi Framsóknarflokksins 8,2%.

Yrði þetta niðurstaðan fengi Björt framtíð fimm menn kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu báðir fjóra og Píratar og VG einn mann hvor. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.

Könnunin var gerð dagana 15.-23 janúar 2014. Alls svöruðu 679, svarhlutfall var 62%.