Velta smásöluverslana jókst um 6,1% í Bretlandi í desember. Þetta er mun meiri velta en búist var við. Smásöluverslunin hefur ekki aukist meira á milli ára síðan í október 2004.

Þessi mesta hækkun á milli ára í meira en áratug sýnir að hagkerfið í Bretlandi er í sjálfbærum vexti, segir Alex Hamilton ráðgjafi í smásöluverslun hjá ráðgjafafyrirtækinu Planet Retail.