Olíufélagið BP hefur nú sæst á að greiða 20 milljarða Bandaríkjadali í miskabætur vegna olíuslyssins sem varð í Mexíkóflóa árið 2010, fyrir heilum sex árum síðan. 20 milljarðar Bandaríkjadala eru rúmlega 2.440 milljarðar íslenskra króna.

Saksóknari bandaríska ríkisins í málinu, Loretta Lynch, hefur kallað bæturnar „þær stærstu frá einum samtökum í sögu Bandaríkjanna," og hefur þar líklegast rétt fyrir sér. 5,5 milljarðar dala munu þá renna til alríkisins, en afgangurinn deilist niður til fylkjanna Alabama, Louisiana, Florida, Mississippi og Texas auk fjögur hundruð bæjar- og hverfisstjórna vegna skaðans sem olíuslysið olli.

Nú þegar hefur félagið varið 28 milljörðum dala - eða 3.416 milljörðum króna - í að þrífa upp eftir slysið. Það orsakaðist þannig að borpípur neðansjávar rofnuðu og ígildi 4,9 milljóna olíutunna lak út í hafið. Ellefu manns létust og líf í hafinu beið mikinn skaða.