Franski bankinn Crédit Agricole birti í dag uppgjör bankans. Hagnaður bankans á fjórða ársfjórðungi jókst um 28% og tekjur jukust um 11%.

Bankinn birti einnig endurskipulagningaráætlun sem miðar af því að einfalda eignarhald bankans. Bankinn er í 56% eigu héraðsbanka, en bankinn á 25% eignarhlut í héraðsbönkunum á móti.

Áætlunin miðar af því að héraðsbankarnir munu kaupa 25% hlutann í sjálfum sér af bankanum fyrir upphæð sem nemur 18 milljörðum evra, eða 2.570 milljörðum króna. Þessu er einnig ætla að auka við fjárhagslegan styrk Crédit Agricole , en efasemdir hafa verið uppi um getu evrópskra banka til að standast erfileika í efnahagslífinu undanfarið

Hlutabréf í bankanum hækkuðu um 15,05% í viðskiptum dagsins.