Breska lággjaldaflugfélagið Easyjet hefur tilkynnt að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta verði 25 milljónum punda minni en ráðgert var vegna verkfalla. BBC News greinir frá þessu.

Easyjet hefur þurft að aflýsa 600 flugferðum vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi. Eftir að flugfélagið sendi frá sér afkomutilkynninguna féll gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 7%.

Hlutabréfin féllu í verði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi hagnast um 7 milljónir punda á síðustu sex mánuðum, en á sama tímabili ári fyrr tapaði félagið 53 milljónum punda.