Væntingar breskra neytenda hefur sjaldan verið lægra að sögn fréttavefs BBC en vísitalan í júní mældist aðeins einu stigi hærra en þegar hún var í lágmarki.

Breska væntingavísitalan í júní var -34 og lækkar um 5 stig milli mánaða. Lægst hefur hún farið í -35 stig í mars árið 1990 en þá gekk mikið samdráttarskeið yfir í Bretlandi að sögn BBC.

Ávallt er miðað við núllið þegar vísitalan er mæld. Því lengra sem hún er frá núllinu niður á við því svartsýnni eru neytendur. Að sama skapi er talað um bjartsýna neytendur mælist hún yfir núlli.

Hækkandi eldsneytis- og matvælaverði er helst kennt um svartsýni neytenda ásamt því að breskir greiningaraðilar hafa gert ráð fyrir því að Englandsbanki muni hækka stýrivexti sína til að sporna við vaxandi verðbólgu.