Minna er um að Bretar fari í utanlandsferðir en undanfarin ár, samkvæmt frétt Guardian. Í stað þess að ferðast út fyrir landsteinana kýs fjöldi fólks að vera heima. Er það meðal annars vegna sterkrar evru, óvissu í efnahagsmálum, vandræða á flugvöllum landsins og hækkandi eldsneytisverðs.

Fyrirtæki sem bjóða gistingu án þjónustu í Bretlandi hafa fundið fyrir mikilli aukningu í eftirspurn og víða eru gistinætur uppseldar.

Sterlingspundið hefur fallið um 15% gagnvart evru á síðustu 12 mánuðum og því telja menn í fyrsta sinn í áratugi að ódýrara sé að vera í Bretlandi en að ferðast til t.d. Frakklands, Ítalíu eða Spánar. Einnig spilar inn í vandræðagangur í Terminal 5 á Heathrow, en á miðvikudag síðustu viku var tilkynnt að 930 töskur á dag fara ekki í rétt flug.