Ný rannsókn á vegum Háskólans í Leeds í Bretlandi sýnir stór hluti þeirra kvenna sem valið hefur að starfa sem nektardansmeyjar á Bretlandi gera það peninganna vegna. Þær geti með því starfi aflað meiri fjár en þær annars gerðu í „hefðbundnum“ störfum.

Frá þessu er greint á vef BBC en í sömu rannsókn kemur í ljós að fjórðungur nektardansmeyja á Bretlandi hefur lokið við háskólanámi.

Dr. Belinda Brooks-Gordon, rannsóknaraðili hjá háskólanum í Leeds, segir í samtali við BBC að rannsóknin hafi verið vel unnin. Hún segir að laun dansmeyjanna hafi skipt meginmáli þegar kæmi að því að velja þessa atvinnugrein.

Á vef BBC má sjá nánari umfjöllun um málið þar sem Brooks-Gordon og Peter Stringfellow, eigandi nektardansstaðar ræða rannsóknina.