Samkvæmt skoðanakönnun breska blaðsins Guardian eru neytendur í Bretlandi að búa sig undir erfiða tíma á næsta ári, en það felur meðal annars í sér atvinnuóöryggi og samdrátt í neyslu. Skoðanakönnunin sýnir mikla svartsýni neytenda, en könnunin fór fram rétt fyrir jól.

86% þátttakenda segjast ætla að skera niður neyslu og lifa ódýrara árið 2009, en einungis 13% áætla að eyða jafn miklu og á síðasta ári. Um 45% sögðust ætla að eyða minna í ferðalög og 46% sögðust myndu fara sjaldnar út að borða. Einungis 20% gera ráð fyrir að minna fari í matarinnkaup og 55% segjast munu eyða jafn miklu í föt og áður.