*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Erlent 12. október 2020 17:24

Brexit gæti endurvakið þorskastríðin

Sagnfræðingur segir deilur um fiskveiðar í alþjóðlegum hafsvæðum gætu blossað upp á ný semjist ekki um veiðar milli Bretlands og ESB.

Ritstjórn
Íslenskt varðskip og bresk freigáta eigast við í þorskastríðunum.
Aðsend mynd

Viðskiptasamningar Bretlands og Evrópusambandsins í kjölfar þess að bráðabirgðasamkomulag um fyrirkomulag verslunar milli aðilanna rennur út um áramótin gætu oltið á kröfum ESB um áframhaldandi aðgang að fiskimiðum Bretlands.

Bretland, sem sagt hefur sig úr Evrópusambandinu, mun ekki lengur vera undir sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins frá og með 1. janúar næstkomandi sem að mati sagnfræðings tengdum Verkamannaflokknum sem situr í stjórnarandstöðu gæti leitt til þess að þorskastríð um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum gætu blossað upp aftur.

Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Greg Rosen rifjar upp sögu þorskastríðanna við Ísland í samtali við breska blaðið Express þar sem Ísland bar sigur á hólmi vegna þess að þeir gátu beitt áhrifum sínum innan Nato til að fá vilja sínum framgengt í þrígang þegar færðu út landhelgina.

Síðasta útþenslan var árið 1972 og samkomulag um 200 mílna lögsöguna var náð milli Íslands og Bretlands árið 1976, og segir Grosen að þar með hafi 1.500 störf í Skotlandi og Norðaustur Englandi glatast í kringum fiskveiðarnar sem höfðu verið stundaðar við landið.

Sameiginleg fiskveiðistefna forvera ESB, var síðan tekin upp ári eftir að samkomulagið náðist, og gætu deilur vaknað á ný um hver megi veiða hvar í kjölfar þess að Bretland verður ekki lengur aðili að samkomulaginu eftir áramótin komandi.