Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Hótel Nordica á morgun, þriðjudaginn 17. apríl. Á fundinum munu þeir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, flytja ávörp.

Á fundinum verður kynnt ný könnun Capacent Gallup á viðhorfum Íslendinga og áhrifavalda í íslensku samfélagi til framtíðarinnar.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir umræðum um framtíðarhorfur lands og þjóðar. Þátt taka Guðfinna S. Bjarnadóttir fv. rektor HR, Karl Wernersson Milestone, Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, Þóra Helgadóttir hagfræðingur í greiningardeild Kaupþings og Þórður Friðjónsson, forstjóri Nordic Exchange á Íslandi.

Á fundinum verður lagt fram nýtt rit SA, Ísland 2050, þar sem fjallað er um þau viðfangsefni sem Íslendingar þurfa að kljást við vegna breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar.