Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) taldi brot greiðslukortafyrirtækisins SaltPay, áður Borgun, á grundvallarþáttum í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafa bæði verið alvarleg og kerfisbundin.

SaltPay lauk málinu með sátt og greiddi auk þess 44,3 milljónir króna í sekt . Í samkomulagi SaltPay og FME kemur fram að athugun FME hafi hafist í nóvember 2020, fjórum mánuðum eftir að SaltPay keypti Borgun.

Meðal þess sem FME gagnrýnir er að nýir viðskiptamenn voru sjálfkrafa flokkaðir sem mjög áhættulitlir óháð starfsemi þeirra eða hvar þeir væru staðsettir en áhættuflokkunin byggði þess í stað á veltu viðskiptavinanna. SaltPay taldi 99% viðskiptavina áhættulitla. Því hafi SaltPay ekki í reynd metið áhættu af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tengd viðskiptavinum sínum.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .