Þrír kínverskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir innherjaviðskipti og að hafa brotist inn í tölvur. Talið er að mennirnir hafi hagnast um tæplega hálfan milljarð á brotunum.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa hakkað sig inn í tölvur og innranet stórra lögfræðistofa sem sérhæfa sig í samruna fyrirtækja. Með þessum hætti náðu þeir í viðkvæmar upplýsingar, meðal annars um Intel Corp. og Pitney Bowes Inc. Á grundvelli upplýsinganna keyptu þeir hlutabréf og er talið að þeir hafi hagnast um fjóra milljónir dollara.

Þetta mál þykir sýna að stórar lögfræðistofur, sem sýsla með viðkvæmar markaðsupplýsingar, þurfi að huga enn betur að netöryggismálum en þær hafa gert.

Einn mannanna þriggja var handtekinn á sunnudaginn í Hong Kong en hinir tveir ganga enn lausir.