Bryndís Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem söluráðgjafi á sölu- og markaðssvið Tölvumiðlunar. Hún mun efla beina sölu á afurðum félagsins sem eru H3 launa- og mannauðskerfi, SFS fjárhagskerfi auk annarra hugbúnaðarkerfa til nýrra viðskiptavina auk krosssölu til núverandi viðskiptavina og annast uppsetningu og framkvæmd markaðsherferða og –rannsókna, samningagerð sem og annast önnur verkefni. Bryndís er með MA-gráðu frá Boston University í alþjóðatengslum og alþjóðasamskiptum með áherslu á markaðsmál og almannatengsl.

Áður en Bryndís hóf störf hjá Tölvumiðlun starfaði hún sem markaðsstjóri vírusvarnarlausna hjá Commtouch, sölu- og markaðsstjóri hjá Friðriki Skúlasyni ehf. og þar áður sem viðskiptastjóri hjá sama fyrirtæki eða allt frá árinu 2003.

Tölvumiðlun er eitt elsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1985. Hjá Tölvumiðlun starfar samhentur hópur sérfræðinga, sem þjónustar mörg hundruð ánægða notendur H3 launa- og mannauðslausnarinnar, SFS fjárhagskerfisins auk annarra hugbúnaðarkerfa.