„Tvískinnungur er mér hugleikinn og nú um stundir finnst mér hann mest áberandi hjá sumum vinum mínum í flokki Pírata,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook .

Var Brynjar með þessu að vísa til ummæla Birgittu Jónsdóttir, þingmanns Pírata, á Alþingi í gær, þar sem hún fór fram á rannsókn á framferði þingvarðar þegar hann sneri niður mótmælanda fyrir utan Alþingishúsið. Brynjar heldur áfram:

„Þegar þingvörður bregst eðlilega og innan allra marka við atlögu mótmælanda að honum er heimtað rannsókn. En þegar hópur mótmælenda réðst inn í þinghúsið fyrir nokkrum árum og ollu þingvörður meiðslum og líkamstjóni var hið mesta hneyksli að fram skyldi fara rannsókn,“ segir hann og bætir því við að það hafi gengið svo langt að krafist hafi verið með ólátum í þinghúsi að fallið yrði frá ákærum á hendur þeim sem ábyrgð báru.

„Stundum er erfitt að átta sig á réttlæti stærsta flokksins samkvæmt skoðanakönnunum,“ segir Brynjar að lokum.