Brynjólfur Bjarnason hefur verið kjörinn stjórnarmaður í stjórn Arion banka. Hann kemur inn í stjórnina í stað Björgvins Skúla Sigurðssonar.

Brynjólfur var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá 2012 til 2014. 2007 til 2010 var hann forstjóri Skipta og 2002 til 2007 forstjóri Símans. Þar áður var hann forstjóri Granda hf. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og gegnt stjórnarformennsku.

Brynjólfur situr einnig í stjórn Genís og stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur. Hann er með MBA gráðu frá háskólanum í Minnesota og cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.