© Aðsend mynd (AÐSEND)
Century Aluminium,móðurfélags Norðuráls, gerir ráð fyrir því að hagnaður félagsins verði á milli 23 og 25 milljónir dollara á öðrum ársfjórðungi. Eru þessar áætlanir lakari en stjórnendur fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Helsta ástæðan fyrir því að hagnaður er ekki meiri er kostnaður sem fylgdi því að endurræsa álver í Hawesville í Bandaríkjunum.

Framleiðsla hér á landi jókst um 3% frá fyrsta fjórðungi á meðan framleiðsla í álverum í Bandaríkjunum jókst um sjö prósent. Hagnaðurinn nam 25 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi 2011 samanborið við um 6,3 milljóna dala hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 er jafnvirði um 2,8 milljarða króna.