Vísitala neysluverðs hækkar um 4,0% og verðbólga fara úr 3,7% í nóvember í 4,0% í þessum mánuði, gangi verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka eftir. Óvissa ríkis um stóra áhrifaþætti á borð við kjarasamninga og aðhald í ríkisfjármálum, að sögn deildarinnar.

Greining Íslandsbanka segir flutningalið vega þyngst til hækkunar í mánuðinum auk hækkunar á íbúðaverði. Deildin gerir m.a. ráð fyrir að húsaleiga hækki um 0,8% í desember og bætist það við 1,4% hækkun í nóvember. Þá virðast flugfargjöld til útlanda hafa hækkað verulega og spáir deildin 9% hækkun þeirra í mánuðinum. Sömuleiðis hefur eldsneytisverð hækkað talsvert frá í nóvember. Aðrir þættir hafa minni áhrif enda hefur gengi krónunnar styrkst undanfarnar vikur.

Greining Íslandsbanka spáir því að draga muni úr verðbólgu í byrjun árs og verði hún komin úr 4% í í 3,1% í mars árið 2014 og 3,4% verðbólgu að jafnaði allt næsta ár.

Hagstofan birtir verðbólgutölur í fyrramálið.