Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave-samningana, verður með opinn fyrirlestur í dag, fimmtudaginn 31. mars 2011, á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Icesave – samþykkt eða synjun, hver er áhættan?“ og stendur milli klukkan 16 og 17. Eftir tölu Buchheit verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir fundarmanna.

Buchheit hefur leitt starf samninganefndar Íslands um Icesavesamningana frá því snemma árs 2010. Hann er lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum lána- og skuldasamningum sjálfstæðra ríkja. Fundarstjóri verður Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.