Fjárfestingafélag Warrens Buffett, Berkshire Hathaway, hefur selt meira en 245 milljónir hluta í verslanakeðjunni Tesco. Í lok árs 2013 átti félagið 3,7% hlut í verslanakeðjunni sem metinn var á um milljarð bandaríkjadollara. Sala hlutanna færir eignarhlut félagsins niður fyrir 3%. BBC News greinir frá þessu.

Fyrr í þessum mánuði sagði Warren Buffet að kaupin í Tesco hefur verið stór mistök af sinni hálfu. Undanfarna tólf mánuði hefur gengi hlutabréfa í Tesco fallið um meira en 50%. Í lok septembermánaðar lækkaði gengið um heil 17% þegar nýr forstjóri hóf rannsókn á bókhaldsmálum fyrirtækisins eftir að í ljós kom að hagnaðaráætlanir félagsins voru ýktar.