Icelandic Group
Icelandic Group
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Lokið var við sölu á eignum Icelandic Group í Þýskalandi og Frakklandi síðastliðinn föstudag. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), greinir frá þessu í tilkynningu um sex mánaða uppgjör sjóðsins.

Finnbogi segir að rekstur Icelandic í Þýskalandi og Frakklandi hafi verið  erfiður og eignirnar mjög skuldsettar. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að kaup nýrra aðila felast í yfirtöku skulda. Kaupandi er asíska sjávarútvegsfyrirtækið Pacific Andes og fjárfestingarsjóðurinn Klonastra, sem er með heimilisfesti á Kýpur. FSÍ hefur ekki viljað gefa upp kaupverðið.