UAL Corp, móðurfélag United Airlines, nálgast nú ákvörðun um mögulegan samruna við annaðhvort US Airways Group eða Continental Airlines, að því er fram kemur í WSJ. Minna en hálfur mánuður er frá því að Delta Air Lines og Northwest Airlines Corp tilkynntu um samrunaáform sín.

WSJ segir að samrunaviðræður aukis nú meðal flugfélaga sem óttist að verða undir ef þau sameinast ekki í því versnandi umhverfi sem nú er í greininni.

Greinendur velta einnig vöngum yfir því, að sögn WSJ, að AMR Corp, félagið sem FL Group [ FL ] átti um tíma stóran hlut í, sitji ekki aðgerðarlaust hjá í þessum þreifingum. Félagið er sagt hafa átt í stuttum viðræðum við Continental í febrúar sl.