Byggðastofnun skilaði hagnaði upp á 10.103 milljónir króna á síðast ári, samkvæmt ársuppgjöri stofnunarinnar.
Hreinar vaxtatekjur námu 38.018 þúsund krónur miðað við 140.458 þúsund krónur árið 2005. Rekstrartekjur námu 704.935 þúsund krónur og rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 732.850 þúsund krónur Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé nam 311.524 þúsund krónur Hagnaður ársins nam því 10.103 þúsund krónur miðað við 272.193 þúsund krónur tap árið 2005.
Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.051.892 þúsund krónur eða 8,62% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 5,45% af eigin fé.
Eignir Byggðastofnunar í lok árs 2006 námu 12.204.998 þúsund krónur, þar af námu útlán 9.476.108 þúsund krónur og hafa hækkað um 456.346 þúsund krónur frá lok árs 2005. Skuldir Byggðastofnunar námu 11.153.106 þús. kr. og hafa hækkað um 456.239 þús. kr. frá árinu 2005.
Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings voru um áramótin 426.300 þúsund krónur.