Byggingamarkaður í Finnlandi hefur verið að rétta úr kútnum á þessu ári samkvæmt frétt Global Property Guide. Helmingi meira land hefur verið tekið undir nýbyggingar það sem af er ári en 2009. Þá greinir seðlabanki Finnlands frá því að meðalvextir nýrra fasteignalána hafi hækkað úr 1,90% í júní í 2,30% í júlí. Þá höfðu verið veitt lán það sem af var ári upp á sem svarar 1,5 milljörðum evra samanborið við 1,3 milljarða evra á sama tíma 2009.

Heildar lánastabbinn vegna fasteignalána stóð í júlí í 74,6 milljörðum evra og hafði á vaxið um 400 milljónir evra á milli mánaða. Í frétt bankans er þó bent að þó vöxtur virðist vera í byggingum á íbúðarhúsnæði, þá hafi heildarflatarmál lóða sem byggingarleyfi hafi verið gefin út á minnkað um 6% frá fyrra ári.