Vísitala byggingarkostnaðar í október, sem reiknuð er um miðjan september, var 111,3 stig og hækkaði hún um 0,7% á milli mánaða samkvæmt frétt á Hagstofunni. Þar segir að verð á innlendu efni hafi hækkað um 2,1% en verð á innfluttu efni hafi lækkað um 0,6%. Verð fyrir vélar, flutning og orkunotkun hækkaði um 0,8%.

Í október í fyrra var vísitalan 103 stig og hefur hún því hækkað um 8,1% á tólf mánaða tímabili en frá janúar 2011 hefur hún hækkað um 10,4%.