„Ísland fær ekki hraðferð inn í ESB, frekar stutta ferð vegna þess að ríkið er þegar hluti af sameiginlega markaðnum og Schengen-svæðinu,“ sagði Carl Bilt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, við blaðamenn fyrir ráðherrafund ESB í Brussel.

Þetta kemur fram í Irish Times, en umræður hafa verið um hvort Ísland fái hraðari meðferð en almennt gerist vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Þá hafa verið uppi vangaveltur um hvort Ísland verði hugsanlega tekið fram fyrir í röð umsækjenda.