Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Citibank, sem er hluti af fjámálasamstæðunni Citigroup, er á meðal tíu stærstu hluthafa Glitnis, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Talið að bankinn hafi fyrst tekið stöðu í bankanum í sumar og nemur hluturinn nú 1,73% af heildarhlutafé Glitnis.

Sérfræðingar búast við því að Citibank hafi keypt hlutinn fyrir viðskiptavin sinn, sem er að öllum líkindum ekki íslenskur, og taka fram að ólíklegt að um hugsanlegan kjölfestufjárfesti í bankanum sé að ræða.