Commerzbank, sem er annar stærsti banki Þýskalands, er talinn muni fara út hlutafjárútboð innan skamms til að greiða til baka lán sem bankinn fékk úr sjóðum þýska ríkisins.  Þetta kemur fram á vef FT.

Bankinn fékk 18,2 miljarða evra lán frá þýska ríkinu í fjármálakreppunni og til að ljúka yfirtöku á Dresdner Bank sem einnig var í miklum vandræðum.

Commerzbank fékk því stærstan hluta af þeim 30 milljörðum evra sem ríkið lánaði fjórum bönkum. Bankarnir hafa nánast ekki endurgreitt ríkinu neitt tveimur og hálfu ár síðar.

Bankinn er mun samkvæmt frétt FT safna um 10 milljörðum í hlutafé.