Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Skífuna, nú Dag Group, um 65 milljónir króna og skal sektin greiðast innan þriggja mánaða, segir í niðurstöðu frá stofnunni.

Tildrög málsins eru þau að Skífan og Hagkaup gerðu með sér samning um sölu á geilsadiskum og afþreyingarefni árin 2003 og 2004. Var það mat Samkeppnisstofnunar að samningarnir fælu í sér brot Skífunnar á samkeppnislögum vegna markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins, meðal annars þar sem þeir hefðu falið í sér ólögmæt einkakaup og tryggðarafslætti.