Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,8% í dag í 28,3 milljarða króna sem er næst veltumesti dagur ársins.

Þetta kemur fram í daglegur skuldabréfayfirliti GAMMA.

Þannig stendur GBI nánast í stað á milli vikna en hefur engu að síður hækkað um tæp 8% á einum mánuði.

Verðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAi: lækkaði um 1% í 19,7 miljarða króna viðskiptum. Verðtryggð skuldabréf hafa hækkað um 0,1% á einni viku en um 9,7% á einum mánuði.

Óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í dag í 8,6 milljarða króna viðskiptum og hefur sömuleiðis lækkað um 0,2% á einni viku. Þó hefur óverðtryggði hlutinn hækkað um 3,4% á einum mánuði.

Velta á markaði heldur áfram að vera mikil og var meðal dagsvelta í vikunni 21,6 miljarðar króna, þar af 12,6 milljarðar með verðtryggt og 9 milljarðar með óverðtryggt.