Hagfræðingarnir Ruud H. Koning og Remko Amelink hafa skoðað dánartíðni knattspyrnumanna í Hollandi og borið saman við almenna dánartíðni þar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að knattspyrnumenn sem léku í efstu deild í Hollandi fyrir um fjórum áratugum eru líklegri til að vera enn á lífi en hinn almenni borgari. Ekki var hægt að sýna fram á að dánartíðni væri mismunandi á milli liða.