Þrátt fyrir óveðursskýin sem hanga yfir efnhagskerfum heimsins er danskir útflytjendur ákafalega bjartsýnir og hafa mikla trú á söluaukning á þessu ári. Í frétt Børsen kemur fram að ný könnun Rambøll Management/Analyse Danmark sem unnin var fyrir Jyllands-Posten sýni að danskir útflytjendur reikni með að sala þeirra muni aukast um liðlega 11% á þessu ári.

Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart enda breyttist söluaukning 2010 í stöðnun á árinu 2011 hjá dönskum útflytjendum. Philipp Schröder, professor við Viðskiptaháskólann í Árósum, segir að þessar tölur sé ekki bara bjartsýnishjal enda viti danskir útflytjendur hver staða pantanabóka fyrir næstu sex mánuði sé.