Nýr framkvæmdastjóri tók nýlega við stjórnartaumum í Dansupport, einu dótturfyrirtækja Nýherja. Hann hefur stór áform um félagið næstu árin.

Kim Lave Nielsen er nýráðinn framkvæmdastjóri danska upplýsingatæknifyrirtækisins Dansupport A/S, en félagið er eitt dótturfyrirtækja Nýherja.

Dansupport var stofnað árið 1987 og leggur áherslu á samþættingu samskiptalausna og bestun upplýsingakerfa til fyrirtækja. Fyrirtækið býður m.a. upp á IP símkerfi, miðlara, gagnageymslulausnir, netbúnað og hugbúnað.

Höfuðstöðvar Dansupport eru í Óðinsvéum en einnig eru skrifstofur í Kaupmannahöfn og Kolding.

Kim hóf störf 1. maí sl. og hefur því starfað hjá Dansupport í rúma 2 mánuði. Hann segir fyrsta verk sitt í nýju starfi vera að fara yfir stefnumótun félagsins. Hann ætli að stilla af kúrsinn og tryggja að það sé samstíga Nýherja í stefnumótun og helstu markmiðum. „Ég mun síðan einbeita mér að því að þróa og selja lausnir fyrir markaðinn í stað þess að einblína á vörurnar sjálfar. Við erum með 9 lausnasvið sem við viljum líka tengja betur saman. Með þessum hætti getum við fengið aukið virði úr núverandi lausnum okkar.“ .

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .