Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag, mánudaginn 21. nóvember, að það myndi hefja á ný sumaráætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York þann 2. júni 2012. Fimm áætlunarflug verða í hverri viku yfir sumarmánuðina í samstarfi við Air France-KLM en félögin eiga með sér samstarf í alþjóðlegu áætlunarflugi, að því er segir í tilkynningu

Á leiðinni mun Delta nota 183 sæta Boeing 757-200 þotu en í henni eru 15 Business Elite-sæti, auk þess 12 sæti í Economy Comfort og 155 sæti á almennu farrými.

Boeing 757-200 vél í eigu Delta Air Lines.
Boeing 757-200 vél í eigu Delta Air Lines.
© Aðsend mynd (AÐSEND)