Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að sameina félagið og dótturfélag þess Eimskipafélags Íslands ehf. sem er að fullu í eigu þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Tilgangurinn með samrunanum er að einfalda skipulag og auka hagræð, segir í tilkynningunni.

Samruninn verður með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið sem tekur við öllum réttindum og öllum skuldbindingum dótturfélagsins.

Samruninn miðast við 1. nóvember 2006 og mun honum verða að fullu lokið innan tveggja mánaða. Þar sem dótturfélagið er að fullu í eigu HF. Eimskipafélags Íslands hefur samruninn engin áhrif á reikningsskil samstæðunnar.