Í kjölfar úrskurðar kærunefndar útboðsmála frá 5. júlí þar sem felld er úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Vélaleigu AÞ ehf. í verkið Hringvegur (1), tvöföldun Fossvalla – Draugahlíðar stóðst lægstbjóðandi Arnarverk ekki kröfur og úrskurðarnefndin hefur skorið úr um að Vélaleiga AÞ geri það ekki heldur.

Samkvæmt rökstuðningi nefndarinnar átti Háfell, sem átti þriðja lægsta boðið, ekki heldur gilt tilboð og uppfyllir því ekki kröfur. Hefur því verið ákveðið að kalla líka eftir gögnum frá verktökum sem áttu fjórða, fimmta og sjötta lægsta tilboð. Vonast er til að hægt verði að semja fljótlega við verktaka sem stenst kröfur útboðsins um verkið en ekki verður um endurútboð að ræða.