Stjórnarflokkarnir eru samtals með tæplega 40% fylgi, samkvæmt niðurstöðum nýs Þjóðarpúls Gallup. Þar af mælist Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 24% fylgi sem er þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Framsóknarflokkurinn mælist með rúman 15% stuðning sem er líka þriggja prósentustiga lækkkun á milli mánaða. Tekið er fram í umfjöllun RÚV um málið að tölurnar miðast við svör frá 1. febrúar til dagsins í gær. Ef aðeins er miðað við svör frá í síðustu viku þegar ríkisstjórnin sagðist ætla að slíta aðildarviðræðum við Evópusambandið breytist myndin enda fylgi við flokkanna minna. Miðað við svörin þá dregur úr fylgi stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fengi þá 19% fylgi og Framsóknarflokkurinn 13%.

Ef miðað er við svör á milli mánaða þá fengi Samfylkingin tæplega 17% fylgi og Björt framtíð tæp 16%. VG mælist með 13% og Píratar með tæp 10%. Ef miðað yrði við svör frá í síðustu viku fengi Samfylkingin 18% atkvæða, Björt framtíð 17% og VG 13%.