Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að næsta skrefið í olíuleitarmálum sé að skipuleggja framhaldið.

„Við erum búnir að undirbúa leitarleyfi. Ég tel sennilegast að við munum nú bjóða upp á svokallað „Open door", þ.e. að við opnum á það að fyrirtæki geti komið og samið við okkur án útboðs um þessi leyfi sem búið var að úthluta. Á sama tíma undirbúum við nýtt útboð á öllu svæðinu sem fari þá fram innan tveggja ára."

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kynnti síðan í ríkisstjórnar í síðustu viku þá tillögu Orkustofnunar að olíuleitarútboðið frá því í vor verði opnað á ný fljótlega eftir áramót. Ekki verði neinn útboðsfrestur eins og síðast heldur verði fimm sérleyfi höfð í boði í sjö mánuði, frá 15. febrúar til 15. september.

Þau olíufélög sem fyrst gefa sig fram geti þá valið þá reiti á Drekanum sem þau telja vænlegasta. Opnunin telst hluti af upphaflega útboðinu og verður umdeildum skattareglum því ekki breytt.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag