*

sunnudagur, 8. desember 2019
Innlent 10. september 2019 11:19

Eaton Vance selur fyrir 65 milljónir

Bandaríska fjárfestingarfélagið er komið niður fyrir 5% eignarhlut í fasteignafélaginu Eik. Eiga fyrir 1,3 milljarða enn.

Ritstjórn
Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri Eik fasteignafélags hringdi inn fyrsta viðskiptadag félagsins í kauphöllinni.
Haraldur Guðjónsson

Sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins Eaton Vance hafa selt tæplega 8 milljón hluti í fasteignafélaginu Eik fyrir tæplega 65 milljónir, ef miðað er við 8,11 króna gengi bréfa félagsins þegar þetta er skrifað.

Við söluna fór hlutdeild Eaton Vance í félaginu niður fyrir 5% markið, niður í 4,85%, en eftir söluna á það enn um 168 milljón hluti í fasteignafélaginu.

Miðað við sama gengi nemur andvirði hlutanna 1.362 milljónum króna. Það sem af er degi hefur gengi Eik hækkað um 0,06% í 69 milljóna króna viðskiptum.

Stikkorð: kauphöllin Eik gengi Eaton Vance