Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka (seðlabanka Bretlands) mætti fyrir þingnefnd breska þingsins í dag þar sem hann var spurður um efnahagsleg áhrif útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Hann hafnaði að gefa almenningi vísbendingu um hvernig hann ætti að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sagði að hann vildi frekar leggja staðreyndir málsins fram.

Sakaði bankann um hlutdrægni

Þingmaðurinn Jacob Rees-Mogg sakaði Carney um að gæta ekki hlutleysis í umfjöllun sinni og sagði að Carney væri að leggja trúverðuleika bankans í hættu. Hann sakaði bankann um að gera of mikið úr jákvæðum áhrifum Evrópusambandsins í skýrslu bankans frá því í október.

Carney svaraði að orðalagið í skýrslunni hefði verið opið og varfærnislegt. Hann sagði að bankinn hefði staðið við stefnu sína, að taka ekki afstöðu eða ráðleggja, heldur hefði hann einungis lagt staðreyndir málsins á borðið.

Meðal þeirra efnahagsáhrifa sem Carney bendi á var að aðild að sambandinu gerði efnahag Bretlands fjölbreyttari en á sama tíma þá væri landið viðkvæmara fyrir utanaðkomandi efnahagsáföllum.