Eignaverð hélst nánast óbreytt í desember frá fyrri mánuði, samkvæmt eignaverðsvísitölu greiningardeildar Kaupþings banka.

?Frá sama tíma í fyrra nam hækkunin hinsvegar 8,4% eða sem nemur um 1,4% hækkun að raunvirði milli ára. Í upphafi árs mældist tólf mánaða raunhækkun eignaverðs í kringum 20% en hratt dró úr vextinum um mitt árið samhliða verðbólguskoti sem dró úr hækkun eignaverðs að raunvirði,? segir greiningardeildin.

Eignaverðsvísitalan endurspeglar þróun á eignaverði heimila en tekið er mið af þróun fasteignaverðs og ávöxtun á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði.

?Á síðasta ári hækkaði eignaverð að meðaltali um 8,5% milli ára, þar af hækkaði hlutabréfaverð að raunvirði um 32%, miðað við ICEX-15 vísitölu Kauphallar og raunverð fasteigna um 6%. Þá dró úr verðmæti skuldabréfa um 1,6% milli ára, miðað við skuldabréfavísitölur Kauphallarinnar.

Má því segja að eignaverðshækkunin á síðasta ári hafi einkum verið drifin áfram af hækkunum á hlutabréfamarkaði, samanborið við árið 2005 þegar fasteignaverð leiddi áfram hækkun eignaverðs,? segir greiningardeildin.