Bandarískir fjölmiðlar greina margir frá því að Eimskip ætli fyrir lok mánaðar að að sigla til Portland í Maine í stað Norfolk í Virginíu. Með breytingunni styttist siglingatíminn til og frá Bandaríkjanna úr 14 dögum í níu. Siglt er á hálfsmánaðarfrest til Portland.

Á hafnarsvæðinu ætlar Eimskip af reka vöruhús og skrifstofu. Þar verða jafnframt tengingar fyrir 150 frystigáma, 100 tonna gámakrana og önnur tæki til að sinna þjónustu við viðskiptavini.

Gylfi segir í viðtali við eitt blaðanna, The Portland Press Herald , að Eimskip flytji allt frá ávöxtum til bíla og byggingaefni frá Bandaríkjunum hingað til lands en neysluvatn og tæki og tól fyrir matvælaiðnað. Skipafélagið flytur jafnframt vörur til og frá Grænlandi á leið sinni.

Grein um málið má jafnframt lesa hér og hér .