Eimskip mun opna nýja skrifstofu í Gdynia í Pólland frá og með 1. mars næstkomandi. Piotr Grezenkowicz hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þar.

Í tilkynningu frá Eimskipi segir að Piotr hafi mikla reynslu á sviði flutninga og flutningsmiðlunar. Hann hefur starfað hjá Morska Agencja Gdynia, síðastliðin 20 ár og var nú síðast yfirmaður flutningasviðs. Piotr umboðsmaður fyrir Hapag-Lloyd Container Line í Póllandi á árunum 1995- 2005. Piotr útskrifaðist með MSc gráðu frá Háskólanum í Gdansk árið 1994 í viðskiptafræðum.

Viðskiptastjóri í söludeild áætlunarflutninga

Fleiri breytingar hafa verið gerðar í starfsmannamálum hjá fyrirtækinu, því Michael Sigþórsson hefur verið ráðinn í nýtt starf viðskiptastjóra í söludeild áætlunarflutninga – LIS.

Michael hefur langa reynslu í sölu- og markaðsmálum meðal annars í flutningastarfsemi þar sem hann starfið sem viðskiptastjóri hjá Eimskip frá 2006-2007 og þar á undan  hjá Samskip og Iceland Seafood.Frá árinu 2007 hefur hann starfaði í Landsbankanum sem þjónustustjóri fyrirtækja.

Nýr forstöðumaður hjá Eimskip í Þýskalandi

Þá hefur Jan Felix Grossbruchhaus hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Eimskips í Þýskalandi frá og með 1. apríl 2013. Jan Felix hefur starfað hjá MAERSK síðastliðin 24 ár og nú síðast sem yfirmaður MAERSK Íslandsdeildar og einnig sem deildarstjóri frystiflutningsþróunar í Þýskalandi. Jax Felix útskrifaðist frá flutningaskóla Chamber of Commerce í Þýskalandi.