Hinn gríðarstóri og öflugi lífeyrissjóður  ATP í Danmörku,  sem metinn er á yfir 48 milljarða evra, hefur ákveðið að verja 292 milljónum evra (400 milljónum Bandaríkjadala)  til framleiðslu hreinnar og sjálfbærrar orku með fjárfestingum í  nýjum orkusjóði, Hudson Clean Energy Partners. Markmiðið er að styrkja þróun og framleiðslu sólar-, vind- og vatnsorku auklífræns eldsneytis og lífmassa.

ATP er einn stærsti hluthafi í hátæknifélaginu Össur.

Í frétt á heimasíðu Landssambands Lífeyrissjóða kemur fram að fjárfestingin er ein sú stærsta sem um getur á þessu sviði og með henni slæst ATP í för með  mörgum af stærstu lífeyrissjóðum heims, til að mynda hinum breska USS og hollensku sjóðunum ABP og PGGM.  Þá hefur heyrst að stærsti lífeyrissjóður Bandaríkjanna, CalPERS, hugi að enn frekari fjárfestingum á sviði sjálfbærrar orku með 200 milljóna dala fjárfestingu í sjóði sem rekinn er af Khosla Ventures.