Það er alveg hugsanlegt og gerlegt að vera með sjálfstæða mynt í litlu opnu hagkerfi en þá þarf trúverðugleiki þeirrar myntar að vera gríðarlega mikill. Þetta sagði Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Alfa verðbréfa hf., á ráðstefnu Alfa og Credit Suisse, sem haldin var 11. nóvember sl. Sigurður Atli sagði valið sem Ísland stæði nú frammi fyrir væri á milli þess að vera með hálflokað hagkerfi með óbreytt gengisfyrirkomulag – sem hafi reynst illa – eða opið hagkerfi sem hvíli á stöðugri gjaldmiðli en íslensku krónunni.

Sigurður Atli rakti í erindi sínu sögu gengismála hér á landi, sem hann sagði hálfgerða sorgarsögu. Hann sagði höft á fjármagnsflutningum hér á landi, af því umfangi sem við erum með nú, ekki þekkjast í neinu vestrænu ríki. „Ekkert ríki hefur jafn ótrúverðugan gjaldmiðil og íslensku krónuna“ sagði Sigurður Atli.

__________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .