Héraðsdómur Reykjavíkur telur ekki efni til að vísa frá 3. lið í ákæru ákæruvaldsins á hendur sakborningum í Stím-málinu svokallaða, að því er segir á mbl.is.

Ákæruliðurinn fjallar um kaup á skuldabréfum fyrir meira en milljarð króna í Saga Capital af hálfu fjárfestingasjóðs sem var í vörslu Glitnis.

Verjendur óskuðu eftir frávísun á ákæruliðnum vegna þess að lögregla hefði eytt símtölum, sem hefðu getað haft mikla þýðingu fyrir sönnunarstöðu ákærðu í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þessi rök.

Lár­us Weld­ing, fyrrverandi banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrrverandi for­stjóri Saga Capital eru ákærðir fyr­ir umboðssvik og hlut­deild í umboðssvik­um í tengsl­um við lánveitingu til Stím sem nam tugum milljarða króna.