Finnska símafélagið Elisa hefur nú formlega sameinast keppinautinum Saunalahti og við samrunan eiganst Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thor Björgólfssonar, rúmlega 10% hlut í félaginu, segir í tilkynningu.

Tilkynnt var um samrunann í júlí og þá var tekið fram að Novator yrði stærsti hluthafinn í félaginu. Novator samþykkti að kaupa Saunalathi í maí.

Hluthafar Saunalathi borga 5,6 hluti í fyrirtækinu fyrir einn hlut í Elisa. Viðskipti með bréf sameinaðs félags hefjast í kauphöllinni í Helsinki í dag.