Endurfjármögnun SÍF hf. er nú formlega lokið en umsjónarbankar þess, KB banki og Bank of Scotland hafa selt hluta láns félagsins til sjö banka og fjögurra fjárfestingasjóða. Að sambankaláni SÍF hf. standa því samtals 13 bankar og fjárfestingasjóðir. Heildarlánsfjárhæð nú er 262.400.000 evrur en upphafleg lánsfjárhæð var 290.000.000 evra. Sambankalánið er samsett af bæði langtímaláni og veltufjármögnun.

Um 50% umframeftirspurn var eftir lánum SÍF hf. meðal þeirra banka sem boðin var þátttaka í sambankaláninu auk eftirspurnar af hálfu banka sem ekki var boðin þátttaka að þessu sinni. Þessi mikli áhugi banka á að lána SÍF hf. er til marks um það traust sem bankar hafa á félaginu og framtíðaráformum þess.

Í ljósi þess að skuldsetning félagsins hefur minnkað hraðar en ráð var fyrir gert og mikils áhuga banka á að taka þátt í sambankaláninu hefur verið ákveðið að vaxtakjör SÍF hf. lækki nú þegar um 0,25% p.a. Auk þess eru ákvæði um að vextir lækki í samræmi við minnkandi skuldsetningu.

Eftirtaldir bankar og fjárfestingasjóðir eru hluti af sambankaláni SÍF hf.:

Umsjónarbankar:
Kaupþing banki - Íslandi
Bank of Scotland ? Bretlandi

Bankar:
Íslandsbanki - Íslandi
Calyon ? Frakklandi
Natexis ? Frakklandi
CIC ? Frakklandi
HSBC ? Bretlandi
HVB ? Þýskalandi
HSH Nordbank ? Þýskalandi

Fjárfestingasjóðir:
Alcentra - Bandaríkjunum
Avoca - Írlandi
Babson - Bandaríkjunum
Carlyle - Bandaríkjunum