Aðalmeðferð í máli GH 1 hf., áður Capacent hf., gegn Capacent ehf.,sem stjórnendur Capacent stofnuðu til þess að kaupa reksturinn af Capacent hf., fer fram 27. apríl nk. samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur.

Eins og greint hefur verið frá í Viðskiptablaðinu hefur Íslandsbanki kært stjórnendur og eigendur Capacent ehf. fyrir að ráðstafa eignum Capacent án samþykkis bankans, sem var helsti kröfuhafi félagsins. Stjórnendur Capacent ehf. telja sig þó hafa verið í rétti. Skuld GH 1 við Íslandsbanka er um 1,6 milljarðar króna.